Sérfræðingar í hótelráðgjöf

ÁRATUGA REYNSLA OG ÞEKKING GERIR OKKUR MÖGULEGT AÐ AÐSTOÐA ÞIG TIL AÐ NÁ ÁRANGRI!

Langtímaárangur

Markmið okkar er að aðstoða við að ná langtíma árangri í þínum rekstri.

Viðurkenndar leiðir

Við stundum enga tilraunastarfsemi með þinn rekstur. Við vinnum eftir viðurkenndum leiðum.

Traustir samstarfsaðilar

Við vinnum með fyrirtækjum sem hafa áratuga reynslu og þekkingu.

Um Hospitality.is

Hospitality.is er ungt fyrirtæki en með mikla reynslu og þekkingu.

Stefán er með Swiss Higher Diploma in Hotel and Restaurant Management frá Swiss School of Tourism and Hospitality og B.A. í International Hospitality Management frá Queen Margaret University.

Við höfum tekið þátt í að opna hótel, setja upp bókunarkerfi, tekjuáætlanir, verkferla, starfsmannaþjálfun, mörkun (branding), endurmörkun (rebranding) og séð um samfélagsmiðla fyrir hótel með mjög góðum árangri.

Reynsla okkar og þekking gerir okkur kleift að aðstoða þig með afgerandi hætti og gera gististaðinn þinn leiðandi og arðbæran.

Í gegnum árin höfum við náð að búa til sambönd við aðila í ferðaþjónustu víða um heim og náð góðum árangri.

Núna langar okkur til að aðstoða þig til að ná sama árangri.

“Framúrskarandi fyrirtæki eru byggð af fólki sem hættir aldrei að hugsa um leiðir til að bæta fyrirtækið.“

J. Willard “Bill” Marriott

Hótelraðgjöf

Þetta gerum við fyrir þig!

Hótelráðgjöf

Rekstur gististaða er langhlaup og við leggjum áherslu á að vinna vel og vandlega með langtíma-markmið í huga.

Tekjustýring

Við vinnum út frá styrkleikum gististaðarins til að gera hann leiðandi í verðlagningu. Framlegð er í forgangi þegar kemur að tekjustýringu.

Uppsetning bókunarkerfa / Fjölgun sölurása

Allar hótelkeðjur og stærri hótel eru með fjöbreyttar dreifileiðir til að selja herbergin sín. Þetta geta allir gisitstaðir gert því stærð skiptir ekki máli.

Heimasíðugerð

Allir gististaðir eiga að vera með heimasíðu. Hún styrkir ímynd gististaðarins og er mikilvægur hlekkur í að fá beinar bókanir. Vefsíðurnar eru settar upp með leitarvélabestun (SEO) í huga.

Sjálfvirkir tölvupóstar

Persónulegt samband við gesti er mikilvægt. Sjálfvirkir tölvupóstar til gesta eru mikilvægt tæki til þess.

Hótelstjórnunarkerfi

Við veitum ráðgjöf í vali á hótelstjórnunarkerfi fyrir þinn rekstur.

Bókunarvélar

Það skiptir máli að vera með öfluga bókunarvél á heimasíðunni. Við bjóðum upp á góðar lausnir sem henta þér.

Rásastýringakerfi – Channel Manager

Ef þú vilt fjölga bókunarleiðum en hótelstjórnunar-kerfið leyfir það ekki, þá veitum við ráðgjöf varðandi rásastýringakerfi.

Margt fleira

Þetta er ekki það eina sem við gerum. Ef þig vantar aðstoð, þá kostar ekkert að heyra í okkur.

Faglegt ferli alla leið

Við leggjum mikla áherslu á faglegt ferli alla leið þegar kemur að gestum.

Samskipti við gestinn byrjar ekki þegar hann mætir á hótelið og endar ekki þegar hann fer. Það byrjar miklu fyrr eða þegar hann byrjar bókunarferlið og endar ekki fyrr en hann segir frá dvölinni og/eða skrifar umsögn.

Fyrstu kynni skipta miklu máli. Sérstaða skiptir máli og allir gististaðir hafa sýna sérstöðu.

Með sérstöðu og straumlínulagaða þjónustu nærðu að fanga sem flesta gesti.

“Það er viska að hagnast á mistökum gærdagsins. Það er banvænt að hanga á sigrum gærdagsins. Þú takmarkar þig. Framtíðin á að stækka. Reynsla gærdagsins er grunnurinn sem þú byggir á í dag.”

Conrad Hilton, stofnandi Hilton Hotels

Stefán Júlíusson
Kt. 040376-3999
Vsk. nr. 100969
Persónuverndarstefna

Hafa samband

+354 823 1898

radgjof@hospitality.is

Skrifstofutími

Mánudaga til föstudaga frá kl. 09:00 til 17:00

Opið um helgar eftir samkomlagi

Samfélagsmiðlar

#hospitalityiceland

© 2023 Hospitality.is. All rights reserved.